Superwoman
S
u
p
e
r
w
o
m
a
n


laugardagur, ágúst 23, 2008

I did it , I did it!!! Hljóp mína 10 km í morgun, gekk ágætlega. Bætti mig um 1 mín. Kom mér reyndar soldið á óvart. Ætlaði að gera eins og í fyrra og taka alvega þrusuendasprett en þegar ég var búin að hlaupa 9 km ætlaði ég sko heldur betur að gefa í ....en ég átti bara ekki aukaorku. Notaði alla orku sem ég gat og hljóp eins og ég ætti lífið að leysa. Varð fyrir pínu vonbrigðum að ég hafi ekki getað spíttað vel í þarna í endann... en náði þó settu markmiði. Stóra spurningin er svo bara hvort mar láti verða að því að fara í 21 km á næsta ári. Er að fara að endurskoða æfingarprógammið og bæta inn fleirum langhlaupum og sé svo um jól hvort ég láti verða af þessu. En tilfinningin í morgun var samt unaðsleg. Gott að vera búin með þetta, pínu stress búið að vera síðustu daga, sem er gott því það kemur manni ansi langt. Var reyndar sofnuð klukkan 22 í gær ( ég veit, ógó hallærislegt á föstudagskvöldi), var síðan vöknuð í morgun 5:50 og komin á fætur klukkan 6.20!! Það var bara fínt enda á mar að vera búin að vaka í 3 tíma fyrir hlaup. Ég fór bara og tók úr þvottavélinni, straujaði smá og kíkti á T.V. Náði alveg að kúpla mig niður því hjartað var aðeins farið að segja til sín þarna um 7-leytið.
Í dag verður svo bara kúrt og haft kósi. Ætla ekki að gera sömu mistök og í fyrra þegar ég labbaði og labbaði í háum hælum um allan bæ eftir 10 km., fór á tónleikana á Klambratúni, labbaði á flugeldasýninguna og svo heim! Hélt ég myndi deyja síðustu 100 m. Ekki sniðugt að hvíla lærin EKKERT eftir slík átök.

Ingimars 5:39 e.h.




Gamalt super

Gestabókin mín

Powered by counter.bloke.com


Perkí

My ego!

Biffsternator

Stella gella

Skordal

Happy Kriss

Speisid minns


2002 LMH | blogger | yaccs | extreme | and anything else



Blogger Powered