Superwoman
S
u
p
e
r
w
o
m
a
n


þriðjudagur, ágúst 26, 2008

Nú get ég bara ekki þagað lengur. Er þjóðin algjörlega að tapa sér í þessari athöfn sem á að vera morgun ??? Okei ekki misskilja mig en ég er alveg rosa glöð að íslenska handboltalandsliðinu gekk svona vel og silfrið frábær árangur.... en eigum við eitthvað að ræða þessa athöfn ??? Þvílíkur æsingur í fjölmiðlum í kvöld, verið að fara yfir leiðina sem bíllinn keyrir með liðið, hvar það stoppar, það verður RISA skjár niðri í bæ, verði að hvetja fólk til þess að mæta tímanlega og bein útsending hefst einum og hálfum tíma fyrr ( bara svona til að kynda aðeins meira í fólki, ekki eins og það sé ekki búið að gera nóg af því ). En hverju er verið að fagna ??? Stuðlaði landsliðið að heimsfriði??? Leysti það ágreiningsmál milli Rússa og Georgíu ?? Bjargaði það mörgum mannslífum ?? Unnu þeir mesta íþróttasigur mannkynssögunnar ??? Öllum þessum spurningum svara ég með NEI-i !!! Þeir sýndu bara það að þeir eru næst bestir í handbolta og mér finnst allt þetta umstang í kringum það vera algjörlega farið út úr böndunum. Ég hélt kannski að það yrði svona get-tú gether í Smáralindinni... svona eins og þegar Magni kom heim með 4.sætið en ekki að allur miðbærinn yrði undir þetta lagður og æsingurinn í þjóðfélaginu alveg að fara með suma. Við skulum ekki gleyma því að við eigum t.d. eina frábæra íþróttahetju. Unga konu sem hefur unnið GULL á ólympíuleikum!! Já GULL!!! Ekki silfur eins og strákarnir. Hún Kristín Rós sundkona hefur unnið til ótrúlega margra verðlauna og til miklu betri verðlauna heldur en nokkur Íslendingur og hefur hún fengið hátíðlegar móttökur??? Ó nei, minnir að hún hafi rétt fengið skitin blómvönd í Leifstöð þegar hún kom með Gullið heim. Og hún vann gullið ein og sér. Ekki með liði. En það er víst ekki nóg svalt að vera fatlaður íþróttamaður. Mar fær alla vega ekki þjóðhöfðingjamóttökur. Enda ætla ég að bojjkötta þessa athöfn. Verð reyndar ekki í bænum og græt það eigi.
Ætla að fara að lúlla mér, búin að brúðkaupast nóg í kvöld ;) Er alveg að fara út í bullandi bisness í bryllups-plani. Endilega látið mig vita ef þið eruð að spá í giftingu, ég hef sérstaklega gaman að koma að skipulagi slíks atburðar ;)

Ingimars 10:11 e.h.




Gamalt super

Gestabókin mín

Powered by counter.bloke.com


Perkí

My ego!

Biffsternator

Stella gella

Skordal

Happy Kriss

Speisid minns


2002 LMH | blogger | yaccs | extreme | and anything else



Blogger Powered