Superwoman
S
u
p
e
r
w
o
m
a
n


miðvikudagur, desember 31, 2008

Gleðilegt nýtt ár

Ingimars 1:21 e.h.



sunnudagur, nóvember 23, 2008

Er of snemmt að fara að huga að smákökubakstri fyrir jólin?? Er í svolitlum vafa. Er búin að hengja upp einn ljóskrans. Fannst það reyndar full snemmt en þar sem mar er ekki með ljós í stofunni kom eiginlega ekkert annað til greina ;) Er að melta það hvort ég seti seríur í gluggana....hummm ætti ég að reyna að halda í mér ??

Ingimars 12:45 e.h.



laugardagur, október 25, 2008

Pússslí pússlí pússl. Gengur ágætlega með HUGE pússlið sem ég nældi mér í. Hef alltaf verið mikill pússlari í mér en pússlaði síðast árið 2001. Ég er ekki að tala um svona 50 stk...Mikka mús mynd. Heldur HARDCORE pússl...svona fyrir atvinnumenn. Byrjaði einhvern tímann í byrjun október en er ekki viss hvort mér takist að klára það fyrir mánaðarmótin. Á það allra erfiðasta eftir sem er mikið skóglendi og himinn og öll pússlinn virka eins. Er þó mikið meira en hálfnuð og ótrúlega gaman að sjá myndin birtast meir og meir. Pússlið er næstum 1 meter á breidd og eitthvað um 70 cm á hæð þannig að borðstofuborðið er vel undirlagt undir þetta verkefni. Spurning hvað ég geri þegar ég klára það ?

Ingimars 1:34 e.h.



fimmtudagur, september 18, 2008

Til hamingju chikkur með fimm ára afmæli chikkas-ferðarinnar miklu! já í dag eru nákvæmlega fimm ár síðan við chikkur hittumst í Köben og brölluðum margt skemmtilegt. Tel þó að ég hafi brallað það allra skemmtilegasta og það var að sjálfsögðu að hitta EIGINMANNINN!! Ekki slæmur tollur sem mar nældi sér í þar. Hefðum þurft að vera vel séðar og halda bara eitt stykki reunion...kannski á 10 ára afmælinu ???

Ingimars 9:34 e.h.



sunnudagur, ágúst 31, 2008

Ég veit ekki alveg... er eitthvað rangt við það að fá skyndilega löngun til þess að skella sér á tónleika með Tinu Turner???!!! Frétti í dag að hún er farin af stað í tónleikaferð um Evrópu. Ég sem hélt að hún væri löngu sest í helgan stein. Minnir að ég hafi séð viðtal við hana í 60 minutes og þá var mín bara þokkalega sátt á búgarðinum sínum og lifði á "stef-gjöldum". En skvísan er víst með tónleika í London í mars. Aldrei að vita nema mar skelli sér.. enda litli bróðir fluttur þangað í rúm 3 ár. Alveg á hreinu að Londona-ferðir komast aftur á kortið eftir langa bið. Hef ekki komið til London síðan 2001!! Og ég sem var alltaf þarna á tímabili. En ég hlakka alla vega til að fara út í haust, slappa af og tékka á einni og einni búð.
Tók daginn í dag með trompi, vaknaði um 7.00. Kláraði helling af húsverkum, skellti mér í langan göngutúr, takk fyrir labbaði 10 km. Enduðum á kaffihúsi og heim í framkvæmdir. Fyrir áhugasama styttist í það að geymslan okkar verði geymsla. Skrýtið, jólaskrautið er kannski að fara að yfirgefa íbúðina og fara í GEYMSLU!! Finnst nú eins og það taki því ekki, það eru nú alveg að fara að koma jól!
Sáum alveg ótrúlega mikið af Könum í dag þegar við vorum í súper-göngunni. Greinilega mikið af Könum á Loftleiðahótelinu enda var allt krökkt af þeim þarna í kring og við Öskjuhlíðarætur. Eitt áttu þessir Kanar sameiginlegt ( fyrir utan að tala með brjáluðum amerískum hreim ) og það voru DER! já allt liðið var derað upp. Eflaust verið einhver súper dúper discount í Wallmart og allir Kanarnir hugsað að der væri lífsnauðsynlegt á Íslandi. Der eru reyndar ótrúlega praktísk og ég á meira að segja eitt slíkt og nota stundum í mínum útihlaupum en það er á hreinu að ég fer að nota það oftar og dera mig við hin ýmsu tækifæri.

Ingimars 9:39 e.h.



þriðjudagur, ágúst 26, 2008

Nú get ég bara ekki þagað lengur. Er þjóðin algjörlega að tapa sér í þessari athöfn sem á að vera morgun ??? Okei ekki misskilja mig en ég er alveg rosa glöð að íslenska handboltalandsliðinu gekk svona vel og silfrið frábær árangur.... en eigum við eitthvað að ræða þessa athöfn ??? Þvílíkur æsingur í fjölmiðlum í kvöld, verið að fara yfir leiðina sem bíllinn keyrir með liðið, hvar það stoppar, það verður RISA skjár niðri í bæ, verði að hvetja fólk til þess að mæta tímanlega og bein útsending hefst einum og hálfum tíma fyrr ( bara svona til að kynda aðeins meira í fólki, ekki eins og það sé ekki búið að gera nóg af því ). En hverju er verið að fagna ??? Stuðlaði landsliðið að heimsfriði??? Leysti það ágreiningsmál milli Rússa og Georgíu ?? Bjargaði það mörgum mannslífum ?? Unnu þeir mesta íþróttasigur mannkynssögunnar ??? Öllum þessum spurningum svara ég með NEI-i !!! Þeir sýndu bara það að þeir eru næst bestir í handbolta og mér finnst allt þetta umstang í kringum það vera algjörlega farið út úr böndunum. Ég hélt kannski að það yrði svona get-tú gether í Smáralindinni... svona eins og þegar Magni kom heim með 4.sætið en ekki að allur miðbærinn yrði undir þetta lagður og æsingurinn í þjóðfélaginu alveg að fara með suma. Við skulum ekki gleyma því að við eigum t.d. eina frábæra íþróttahetju. Unga konu sem hefur unnið GULL á ólympíuleikum!! Já GULL!!! Ekki silfur eins og strákarnir. Hún Kristín Rós sundkona hefur unnið til ótrúlega margra verðlauna og til miklu betri verðlauna heldur en nokkur Íslendingur og hefur hún fengið hátíðlegar móttökur??? Ó nei, minnir að hún hafi rétt fengið skitin blómvönd í Leifstöð þegar hún kom með Gullið heim. Og hún vann gullið ein og sér. Ekki með liði. En það er víst ekki nóg svalt að vera fatlaður íþróttamaður. Mar fær alla vega ekki þjóðhöfðingjamóttökur. Enda ætla ég að bojjkötta þessa athöfn. Verð reyndar ekki í bænum og græt það eigi.
Ætla að fara að lúlla mér, búin að brúðkaupast nóg í kvöld ;) Er alveg að fara út í bullandi bisness í bryllups-plani. Endilega látið mig vita ef þið eruð að spá í giftingu, ég hef sérstaklega gaman að koma að skipulagi slíks atburðar ;)

Ingimars 10:11 e.h.



laugardagur, ágúst 23, 2008

I did it , I did it!!! Hljóp mína 10 km í morgun, gekk ágætlega. Bætti mig um 1 mín. Kom mér reyndar soldið á óvart. Ætlaði að gera eins og í fyrra og taka alvega þrusuendasprett en þegar ég var búin að hlaupa 9 km ætlaði ég sko heldur betur að gefa í ....en ég átti bara ekki aukaorku. Notaði alla orku sem ég gat og hljóp eins og ég ætti lífið að leysa. Varð fyrir pínu vonbrigðum að ég hafi ekki getað spíttað vel í þarna í endann... en náði þó settu markmiði. Stóra spurningin er svo bara hvort mar láti verða að því að fara í 21 km á næsta ári. Er að fara að endurskoða æfingarprógammið og bæta inn fleirum langhlaupum og sé svo um jól hvort ég láti verða af þessu. En tilfinningin í morgun var samt unaðsleg. Gott að vera búin með þetta, pínu stress búið að vera síðustu daga, sem er gott því það kemur manni ansi langt. Var reyndar sofnuð klukkan 22 í gær ( ég veit, ógó hallærislegt á föstudagskvöldi), var síðan vöknuð í morgun 5:50 og komin á fætur klukkan 6.20!! Það var bara fínt enda á mar að vera búin að vaka í 3 tíma fyrir hlaup. Ég fór bara og tók úr þvottavélinni, straujaði smá og kíkti á T.V. Náði alveg að kúpla mig niður því hjartað var aðeins farið að segja til sín þarna um 7-leytið.
Í dag verður svo bara kúrt og haft kósi. Ætla ekki að gera sömu mistök og í fyrra þegar ég labbaði og labbaði í háum hælum um allan bæ eftir 10 km., fór á tónleikana á Klambratúni, labbaði á flugeldasýninguna og svo heim! Hélt ég myndi deyja síðustu 100 m. Ekki sniðugt að hvíla lærin EKKERT eftir slík átök.

Ingimars 5:39 e.h.




Gamalt super

Gestabókin mín

Powered by counter.bloke.com


Perkí

My ego!

Biffsternator

Stella gella

Skordal

Happy Kriss

Speisid minns


2002 LMH | blogger | yaccs | extreme | and anything else



Blogger Powered